Þessi vilja sýra FIskistofu

Deila:

Þann 12. janúar síðastliðinn var auglýst laust til umsóknar starf fiskistofustjóra. Sjö umsækjendur voru um starfið og rann umsóknarfrestur út þann 1. febrúar.

Matvælaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar sem eftirtalin skipa:

  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar.
  • Ragnhildur Hjaltadóttir fyrrum ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins og fleiri ráðuneyta.
  • Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku og fyrrum fiskistofustjóri.

Hæfnisnefnd starfar í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir sem meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Eftirtalin sóttu um starf fiskistofustjóra:

  • Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri
  • Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðstjóri
  • Erna Jónsdóttir, sviðstjóri
  • Fannar Karvel, framkvæmdastjóri
  • Gísli Gíslason, svæðisstjóri
  • Ólafur Unnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri
  • Robert Thorsteinsson, viðskiptafræðingur
Deila: