Landað með stuttu millibili

Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði sl. laugardag og aftur í gær, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Á laugardaginn var aflinn 90 tonn, mest þorskur. Í gær voru tonnin 73, mest ýsa.

Heimasíðan ræddi við Þórhall Jónsson skipstjóra og spurði hvort hann væri ekki sáttur við aflabrögðin. „Jú, aflinn er allt í lagi miðað við veðurfarið. Það er búið að vera leiðindaveður. Góðu kaflarnir eru stuttir og fáir. Hann rýkur alltaf upp og það er aldrei lengi friður. Í fyrri túrnum fórum við norður á Rifsbanka og fengum þar góðan þorsk. Síðan enduðum við á Tangaflakinu. Það var farið út strax að löndun lokinni á laugardaginn og í seinni túrnum byrjuðum við á Gerpisflakinu og síðan var farið í Berufjarðarálinn og loks á Papagrunn. Við fengum góða ýsu í Berufjarðarálnum en aflinn þar var dálítið ufsablandaður. Við reyndum við ufsa á Papagrunni með takmörkuðum árangri,“ segir Þórhallur.

Deila: