Grásleppuafurðir seldar fyrir 1,6 milljarð

Deila:
Útflutningsverðmæti grásleppu og grásleppuafurðum nam 1,6 milljarði króna árið 2023, sem er 3% hækkun frá fyrra ári. LS tekur þetta saman. Fram kemur að verðlækkun á söltum grásleppuhrognum hafi verið 19% milli ára. Magnið hafi hins vegar aukist úr 3.142 tunnum í 5.239 tunnur.+
Heildarverðmæti hrognanna nam 563 milljónum. Útflutningsverð á grásleppukavíar hækkaði um 8% milli ára en frosin grásleppa hækkaði um 90% í verði milli ára. Verðið árið 2022 hafði verið sögulega lágt.
Deila: