Bætt afkoma smábáta árið 2005

Deila:

Afkoma smábáta batnaði árið 2015. Alls voru 911 smábátar að veiðum og öfluðu rúmlega 52 þúsund tonna að verðmæti rúmlega 7 milljarða. Af þessum 911 smábátum voru 498 bátar, flestir minni en 10 brúttótonn, við strandveiðar á árinu 2015 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Afli þeirra var um 8.500 tonn og aflaverðmætið tæplega 2,3 milljarðar. EBITDA strandveiðanna árið 2015 var 20,6%. EBITDA annarra báta undir 10 tonnum á almennum veiðum var 17,3%. Þetta er betra afkoma smábáta en verið hefur síðan 2010.

Hjá strandveiðibátum sýnir árgreiðsluaðferðin mun lakari afkomu en sú hefð- bundna því fjöldi strandveiðibáta sem veiðir takmarkaðan afla er mjög mikill og því verður árgreiðslan, sem er reiknuð út frá vátryggingarverðmæti bátanna, hlutfallslega mjög há.

Deila: