Sjávarútvegsráðstefnan er fyrir alla!

Deila:

Sjávarútvegsráðstefnan 2018 verður haldin í Hörpu dagana 15.-16. nóvember. Markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn.  Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og vonast er að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka.

Níunda ráðstefna vettvangsins

Fyrsta sjávarútvegsráðstefnan var haldin árið 2010 og er því Sjávarútvegsráðstefnan 2018 níunda ráðstefna vettvangsins.  Fjöldi þátttakenda hefur aukist mikið og á síðustu árum hafa skráðir þátttakendur verið 700-800 manns.

Málstofur

Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 verða 16 málstofur og hafa aldrei veið fleiri og í þeim verða flutt um 80 erindi. Viðfangsefnin eru fjölmörg en markaðsmál eru áberandi á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018.

Nýjungar

Af nýjungum á árinu 2018 er nemendavettvangur þar sem m.a. er sérstök nemendamálstofa og hraðstefnumót – samtal forsvarsmanna í sjávarútvegi og nema.  Jafnframt verður í fyrsta skipti ein málstofa með keyptum erindum þar sem þjónustuaðilar sjávarútvegs kynna vöru og þjónustu sem fyrirhugað er að markaðssetja eða er nýlega byrjað að selja.

Framúrstefnuhugmynd

Svifaldan verðlaunagripurinn fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 verður veitt í áttunda sinn.  Þrjár framúrstefnuhugmyndir verða kynntar rétt fyrir klukkan 12:00 fimmtudaginn, 15. nóvember í Silfurbergi, Hörpu:

  • SC pro, þróun á sæbjúgnavél.
  • Caligo Sapo Fjölþokukerfi.
  • Ekko toghlerar.

 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna í ráðstefnuhefti í viðhengi og á slóðinni: https://sjavarutvegsradstefnan.is/

 

Deila: