Stefna á 20 þúsund tonn framleiðslu í ár

Deila:

Nýtt tölublað af tímaritinu Sóknarfæri er komið út. Blaðið, sem er 64 síður, er að þessu sinni helgað fiskeldi. Á meðal efnis í blaðinu er viðtal við Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóra Fiskeldis Austfjarða, sem segir bjart fram undan í rekstrinum.

„Við höfum náð vopmun okkar eftir veirusýkinguna, höfum byggt upp sterkan lífmanna á nýjan leik í þeim þremur fjörðum sem við erum með eldi og erum þessar vikurnar á að slátra fiski úr Fáskrúðsfirði í vinnslunni á Drjúpavogi. Hjólin eru því farin að snúast og framhaldið lítur vel út en við gerum ráð fyrir um 20 þúsund tonna framleiðslu á árinu 2024 sem þá yrði stærsta ár í okkar framleiðslu hingað til. Við getum sagt að með því séum við komin á mjög góðan damp þó við höfum rými fyrir enn meiri framhleiðslu,” segir hann í viðtalinu.

Þar kemur líka fram að starfsmannafjöldinn hjá fyrirtækinu sé kominn yfir 200.

Viðtalið og blaðið í heild má lesa hér.

Deila: