Þúsund tonn á land í Ísafjarðarhöfn

Deila:

Landað var samtals 1.050 tonnum af botnfiski í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði sem fengust með togveiðum. Togarinn Stefnir ÍS var aflahæstur með 381 tonn í 5 veiðiferðum. Páll Pálsson ÍS landaði 368 tonnum , einnig eftir 5 veiðiferðir. Jóhanna Gísladóttir GK var með 57 tonn og Júlíus Geirmundsson ÍS 196 tonn af afurðum eftir einn túr.

Rækjubáturinn Halldór Sigurðsson ÍS byrjaði á veiðum í Djúpinu um miðjan mánuðinn og var með 48 tonn í 8 veiðiferðum.
Mynd og frétt af bb.is

 

Deila: