Flotinn fiskaði fyrir 200 milljarða

Deila:

Íslenski flotinn fiskaði fyrir tæplega 200 milljarða króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Aflamagnið dróst saman um 3% frá fyrra ári. Samtals var aflaverðmætið 197,3 milljarðar króna en verðmætið jókst um 1% samanborið við 2022. „Rétt er að taka fram að viðskipti við fyrstu sölu afla endurspegla ekki endanlegt verðmæti sjávarafurða. Til viðmiðunar er áætlað að útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2023 hafi verið um 352 milljarðar,” segir í frétt Hagstofunnar.

Þorskur var verðmætasta tegundin, upp á 81 milljarð. Verðmæti ýsu var 19 milljarðar.

Deila: