Metmánuður hjá Breka

Deila:

Togarinn Breki VE fiskaði 1.200 tonn í nýliðnum marsmánuði. Þetta er metafli skipsins í einum mánuði og umfram björtustu vonir og væntingar.

„Skemmst er frá að segja að gangurinn á Breka er alveg frábærlega góður,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar á heimasíði Vinnslustöðvarinnar.

„Skipið hefur reynst afar vel. Því er haldið stöðugt til veiða og það litla sem upp á hefur komið tæknilega leystu vélstjórarnir sjálfir í samstarfi við okkar fólk í landi. Alltaf má reikna með einhverjum töfum eða vandamálum á fyrstu misserum útgerðar nýrra skipa en hér er því ekki til að dreifa. Svo hefur auðvitað sitt að segja að á Breka er úrvals mannskapur.

Aflinn í mars var blandaður: ýsa, karfi, ufsi og þorskur. Fínn fiskur en fyrst og fremst afbragðsgóð aflasamsetning.“

 

Á myndinni eru frá vinstri Bergur Guðnason stýrimaður, Magnús Ríkarðsson skipstjóri og Sverrir.

 

Deila: