Fjölbreytt og áhugavert starf

Deila:

Maður vikunnar að þessu sinni á Kvótanum er Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri hjá Fisk Seafood. Hann segir sjávarútveginn skemmtilegan vettvang enda enginn dagur eins. Stangveiði og ferðalög eru meðal áhugamála hans.

Nafn?

Gylfi Guðjónsson.

Hvaðan ertu?

Frá Ísafirði, flutti til Skagastrandar 15 ára gamall. 

Fjölskylduhagir?

Giftur Þorbjörgu Magnúsdóttir, 4 börn 3 stelpur og 1 strákur.

Hvar starfar þú núna?

Útgerðarstjóri hjá Fisk Seafood.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði 1971 á togbátnum Örvari HU 14 frá Skagaströnd,  og var síðan til sjós á skipum Skagstrendings hf. og gegndi þar öllum stöðum um borð nema ég varð  aldrei vélstjóri eða kokkur.  Tók við sem útgerðarstjóri Skagstrendings hf.  2005.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytt og áhugavert starf, enginn dagur eins.

En það erfiðasta?

Meðan ég var á sjónum voru fjarverurnar erfiðastar, sérstaklega eftir að börnin fæddust.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Hef lent í ýmsum skrýtnum atvikum en ekkert eitt sem stendur uppúr.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir og ekki sanngjarnt að gera upp á milli þeirra.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan í fyrsta sæti svo ferðalög og stangveiði og íslenskur sjávarútvegur.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Set að jöfnu fisk og grillaða nautasteik.

Hvert færir þú í draumfríið?

Á einhvern ótilgreindan stað með fjölskyldunni.

 

Deila: