Strandveiðar tæplega hálfnaðar á svæðum B, C og D

Deila:

Við upphaf þriðju viku strandveiða í júlí nú í morgun eru veiðar aðeins stundaðar á svæðum B,C og D, en veiðar á svæði A voru stöðvaðar í síðustu viku, þar sem hámarki var var nánast náð. Eftir standa óveidd 5% eða 54 tonn, sem færast muni yfir á síðasta tímabili, sem hefst í ágúst.

Alls er aflinn á svæði A orðinn 1.008 tonn, sem 225 bátar hafa landað í 1.412 róðrum. Meðalafli í róðri er 714 kíló og meðalafli á bát 4,5 tonn. Leyfilegur heildarafli á tímabilinu er 1.061 tonn.

Á svæði B réru 129 bátar fyrstu tvær vikurnar og lönduðum 364 tonn í 630 róðrum. Það eru 578 kíló í róðri að meðaltali, eða 2,8 tonn á bát. Leyfilegur hámarksafli er 851 tonn og því voru í morgun við upphaf veiða 487 tonn óveidd, eða 57%.

Á svæði C réru 119 bátar og lönduðu alls 446 tonnum í 652 róðrum. Það eru 684 kíló í róðri að meðaltali og afli á bát að meðaltali  var 3,8 tonn. Leyfilegur heildarafli  er 988 tonn og eru því óveidd 542 tonn eða 55%.

Á svæði D réru 106 bátar á fyrri helmingi þessa tímabils og lönduðu 173 tonnum í 322 róðrum. Meðalafli í róðri var 538 kíló og afli á bát að meðaltali 1,6 tonn. Leyfilegur heildarafli á svæðinu er 387 tonn og eru því 214 tonn óveidd, eða 55%.

Deila: