Mótmæla fiskeldi í Seyðisfirði

227
Deila:

Andstæðingar fiskeldis í Seyðisfirði afhentu bæjarstjóra Múlaþings undirskriftir 280 Seyðfirðinga í gær. Þeir mótmæla eldinu vegna sjónrænna áhrifa og krefjast samráðs við íbúa samkvæmt frétt ruv.is.

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, sagði að mótmælin og listinn yrðu vistuð með öðrum gögnum málsins. Hann ætti ekki von á öðru en að sveitarstjórn tæki undir ályktum heimastjórnar á Seyðisfirði frá 30. nóvember.

Þar krafðist heimastjórnin þess að Fiskeldi Austfjarða hefji strax samtal við sveitarfélagið og íbúa Seyðisfjarðar og kynni fyrirhugað laxeldi í Seyðisfirði. Heimastjórnin vill einnig að passað verði upp á náttúru Seyðisfjarðar og glæsilega innsiglingu um fjörðinn.

Þá er fyrirhugaðri staðsetningu sjókvíaeldisins við Háubakka mótmælt, en það svæði sé veigamikill hluti af athafnasvæði hafnarinnar og meðal annars á stað þar sem skemmtiferðaskip þurfi að athafna sig.

 

 

Deila: