Eitt skipa SVN á sjó

99
Deila:

Einungis eitt skip úr flota Síldarvinnslunnar og tengdra fyrirtækja er á sjó nú á milli jóla og nýárs. Það er Vestmannaey VE sem hélt til veiða í gærkvöldi.

Heimasíða síldarvinnslunnar  ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra í morgun og spurði fyrst út í veðrið. „Það er búinn að vera bölvaður norðan garri. Við erum í Háfadýpinu að veiðum núna og gerum ráð fyrir að fara í land á miðvikudagskvöld. Þetta verða semsagt þrír sólarhringar að veiðum. Við munum svo fagna nýju ári og halda væntanlega á ný til veiða 2. janúar,“ segir Birgir Þór.
Ljósmynd Guðmundur Alfreðsson.

 

Deila: