Samherji selur Margréti til Færeyja

197
Deila:

Útgerð færeyska uppsjávarveiðiskipsins Christian í Grótinum, hefur keypt uppsjávarveiðiskipið Margréti af Samherja. Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja, segir að Margrét hafi verið til sölu um tíma og verði hún líklega afhent kaupendum annan janúar, en gengið frá verið frá sölunni rétt fyrir jólin. Með kaupunum ætlar færeyska útgerðin að brúa bilið frá því Christian í Grótinum var seldur fyrir nokkru og þar til hún fær nýtt skip afhent á árinu 2022.

Samherji seldi Vilhelm Þorsteinsson árið 2018 og hefur Margrétt síðan verið nýtt til að sækja aflaheimildir Samherja í uppsjávarfiski. Nýr Vilhelm er í smíðum í Danmörku og stefnt er að afhendingu hans í febrúar. Gangi það eftir fer skipið beint á loðnu, verði á annað borð gefinn út kvóti á hana,

 

Deila: