Fiskistofa hefur notkun á drónum við eftirlitstörf

149
Deila:

Fiskistofa hefur nú tekið dróna til notkunar við eftirlit með nýtingu auðlinda hafs og vatna. Eftirlit með notkun dróna mun nú verða hluti af hefðbundnu eftirliti Fiskistofu og hafa eftirlitsmenn Fiskistofu fengið kennslu og tilsögn í meðferð tækjanna og öll tilskilin leyfi liggja fyrir. Annars vegar er um að ræða vöktun í rauntíma þar sem myndefni er ekki safnað og hins vegar söfnun myndefnis í þeim tilfellum sem um er að ræða grun um frávik frá lögum og reglum. Um vinnslu myndefnis fer samkvæmt gildandi reglum og fyrirmælum Persónuverndar.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um notkun drónanna og þeirra gagna sem safnast hjá deildarstjóra landeftirlits Fiskistofu og/eða persónuverndarfulltrúa

 

Deila: