Ís 47 fær leyfi til fiskeldis í Önundarfirði
Matvælastofnun hefur veitt Ís 47 ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Önundarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Tillaga að rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar.
Ís 47 ehf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og þorski í Önundarfirði og rúmast eldið innan burðarþolsmats Önundarfjarðar. Fyrirtækið var áður með rekstrarleyfi í Önundarfirði til sjókvíaeldis á 150 tonnum af þorski og 50 tonnum af regnbogasilungi. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin 23. mars 2015. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Úttekt starfsstöðvar hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Ís 47 ehf. FE-1109 í Önundarfirði.
Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður.