Vanda þarf verkun hrogna

149
Deila:

Nú í byrjun hrognavertíðar vill Matvælastofnun minna á mikilvægi góðrar meðhöndlunar fisks og fiskafurða. Allir aðilar sem koma að meðferð og dreifingu matvæla eru ábyrgir fyrir réttri meðferð sem tryggir öryggi og gæði matvæla. Við meðhöndlun hrogna er mikilvægast að rétt sé staðið að meðferð og frágangi við slægingu um borð í skipum eða slægingarstöð.

Halda skal mismunandi tegundum aðskildum ef selja á hrogn undir fisktegundaheiti. Ef hrogn eru seld sem þorskhrogn (Gadus morhua) eiga það að vera hrogn úr þorski. Ef tegundum er blandað saman skal merkja þau sem blönduð hrogn og tilgreina tegundir. Annað er blekkjandi fyrir kaupendur. Skv. 11 grein laga nr. 93/1995 um matvæli er óheimilt er að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif. Einnig er bent á að reglugerð EB nr. 1379/2013 um markaðssetningu fisks og fiskafurða (CMO regulation) er í gildi í Evrópu og verða fyrirtæki sem setja vörur á markað í Evrópu að merkja í samræmi við kröfur hennar.

Deila: