Hafró opnar útibú í Neskaupstað

127
Deila:

Hafrannsóknastofnun er að ganga frá ráðningu tveggja starfsmanna á nýja starfsstöð stofnunarinnar sem opnuð verður í Neskaupstað á næstunni. Um er að ræða stöður sem auglýstar voru nýlega við Uppsjávarsvið stofnunarinnar. Stofnunin hefur tryggt sér starfsaðstöðu í Múlanum-samvinnuhúsi við Bakkaveg 5 í Neskaupstað frá 1. mars næstkomandi.

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, SÚN, á húsið sem hýsti áður verslunina Nesbakka. Undirbúningur og framkvæmdir við húsið hafa staðið yfir í ár og var það meðal annars stækkað um 300 fm. Húsið var opnað um áramótin og eru fyrstu leigjendurnir þegar fluttir inn. Aðrir sem einnig hafa tryggt sér aðstöðu í húsinu eru: Matís, Náttúrustofa Austurlands, Austurbrú, Deloitte, Nox health, Trackwell, Advania, Stapi lífeyrissjóður og Origo.

Hafrannsóknastofnun er fyrir með starfsstöðvar á níu stöðum á landinu en útibúið í Neskaupstað er það fyrsta á Austurlandi.

 

Deila: