Breytingar á vefþjónusta fyrir skil á afladagbók

189
Deila:

Hinn 22. júlí sl. tóku gildi breytingar á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og er Fiskistofu ekki lengur skylt að leggja til sérstakar afladagbækur til skipstjórnarmanna fyrir skráningu á afla eins og áður var.

Í samræmi við reglugerð nr. 298/2020 um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga hefur Fiskistofa aðeins tekið við upplýsingum í gegnum rafræna afladagbók eða snjallsímaforrit frá skipstjórnarmönnum síðan 1. september 2020.

Athygli hugbúnaðarframleiðenda og útgerða er vakin á því að ákveðið hefur verið að frá og með janúar 2022 komi Fiskistofa ekki að frekari þróun eða viðhaldi á forritum til rafrænna skila á afladagbók heldur verði einungis tekið við gögnum í gegnum vefþjónustu fyrir gagnaskil á rafrænni aflaskráningu. Vefþjónustan sem Fiskistofa hefur sett upp byggist á REST aðferðafræðinni og er henni ætlað að vera millilag á milli kerfa Fiskistofu og kerfa hugbúnaðarframleiðanda sem forrita á móti henni.

Senda skal tölvupóst á netfangið fiskistofa@fiskistofa.is fyrir frekari upplýsingar og aðgang að vefþjónustunni.

 

Fiskistofa vekur athugli skipstjórnarmanna og útgerða á að skil á afladagbók í afladagbókarappinu og Trackwell-kerfum fer áfram fram með þeim hætti sem verið hefur.

 

Deila: