Óðinsbryggja verður endurbyggð

129
Deila:

Í Vesturhöfn Gömlu hafnarinnar í Reykjavík eru fjórar timburbryggjur. Innri bryggjurnar þrjár kallast Verbúðarbryggjur og eru staðsettar við Kaffivagninn. Sú fjórða og jafnframt sú ysta, Síldarbryggjan, hefur verið breikkuð og endurbætt á síðustu áratugum. Óðinsbryggja sem er innsta bryggjan við Sjóminjasafnið hefur fengið lítið viðhald síðustu áratugi og var hún dæmd ónýt árið 2018.

Um síðustu helgi var auglýst útboð á söguðum harðvið og staurum í bryggjuna. Tilboð verða opnuð 1. mars n.k.. Hönnun bryggjunnar eru í höndum verkfræðistofunnar Eflu. Bryggjan mun verða 60 metra löng og sjö metra breið timburbryggja á timburstaurum. Áætlaður heildarkostnaður er í kringum 120 milljónir, þar af eru efniskaup 45 milljónir. Reiknað er að verkið taki 4-6 mánuði og munu framkvæmdir hefjast á öðrum ársfjórðungi.
Ljósmynd: Gunnar Ingvar Leifsson

 

Deila: