Fiskur og franskar með remúlaði
Fiskur og franskar er nokkurs konar þjóðarréttur hjá Englendingum og líklega einn sá sem mest er borðað af. Fiskinn í þennan rétt fá þeir að verulegu leyti af íslenskum frystogurunum og að minnsta kost einn þeirra sker flökin sérstaklega fyrir fiskbúðirnar úti á sjó, en það er Sólberg ÓF. Nú stendur fyrir átak fyrir aukinni fiskneyslu og fiskalar auglýsa fiskinn í þessum mánuði undir slagorðinu “fiskbúar”. Verði ykkur að góðu.
Innihald:
4 góðir bitar af þorski eða ýsu, roð- og beinlausir, um 200g hver.
½ dl. hveiti
olía til steikingar.
12 til 15 meðalstórar kartöflur.
Orlydeigið:
1 ½ dl. hveiti
1 msk. maizena- eða kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 ½ dl dökkur bjór
salt og svartur pipar
safi úr einni límónu
Remúlaðið:
2 dl. sýrður rjómi
1 dl. mæjónes
½ dl. Boston gurka eða Sweet Relish
1 tsk. Dijon sinnep
salt og pipar
1 tsk. turmerik
2 msk. límónu- eða sítrónusafi
Aðferð:
Byrjum á remúlaðinu. Blandið saman öllum innihaldsefnum í hæfilegri skál. Hrærið vel saman og setjið skálina inn í ísskáp.
Þá er það deigið. Blandið saman í skál hveiti, maizena, lyftidufti og salti og pipar. Hellið vatninu út í og kreistið safann úr einni límónu út í. Hrærið vel saman og látið deigið standa í um 15 mínútur.
Flysjið kartöflurnar sé þess þörf og skerið í hæfilegar sneiðar eða bita og þurrkið vel með eldhúspappír.
Þurrkið fiskbitana vel. Hitið olíuna upp í 180 gráður í djúpsteikingarpotti, eða venjulegum rafmagnspotti. Veltið fiskstykkjunum upp úr hveitinu og dýfið þeim síðan í orlydeigið. Steikið þá í heitri feitinni í um 5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til deigið er orðið fallega gullið. Færið fiskinn upp á ofnfast mót og haldið heitum í ofni á um það bil 100° Celsíus.
Steikið síðan kartöflurnar. Ef loftsteikingargræja (Air Fryer) er til á heimilinu, mælum við með því að steikja kartöflurnar í henni. Til þess þarf aðeins eina matskeið af olíu. Annars eru kartöflurnar steiktar upp úr sömu olíu og fiskurinn.
Þegar kartöflurnar eru tilbúnar eru þær bornar fram með fiskinum, remúlaðinu, sítrónu eða límónu bátum og fersku salati að eigin vali.