Töluvert af ýsu en lítið af þorski við Færeyjar

196
Deila:

Árlegum rannsóknum á togslóðinni við Færeyjar er nú lokið, en þær voru unnar á rannsóknaskipinu Magnúsi Heinasyni. Tekin voru 100 hol á landgrunninu og varði hvert þeirra einni klukkustund.

Töluvert fékkst af ýsu, en þó heldur minna en í fyrra. Heldur meira fékkst nú af ufsa en undanfarin ár, en lítið fékkst af þorski.  Loðnan er sjaldséður fiskur við Færeyjar, en eins og í fyrra varð nokkuð vart við hana. Hún fannst á 13 slóðum innarlega á landgrunninu og töluvert af loðnu var að finna í fiskmögum, einkum í þorski.

Í leiðangrinum tóku Magnús Heinason og nýja rannsóknaskipið Jákup Sverri 56 tog saman. Það var gert til að fá samanburð á milli skipanna, en nýja skipið mun taka við þessum rannsóknum framvegis.

 

Deila: