Bara rugludallar um borð

144
Deila:

„Já, örugglega bara síðan ég fór fyrsta túrinn minn þá hefur mig alltaf langað að verða sjómaður,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, jafnan kallaður Huginn, sem er líklega yngsti sjómaður landsins.

Þrátt fyrir að vera aðeins tólf ára gamall þá á hann að baki nokkra túra á sjó en hann fór í fyrsta sinn þegar hann var sex ára gamall. Honum er sjómennskan í blóð borin en bæði faðir hans og afi eru sjómenn á Hugin VE frá Vestmannaeyjum.

Landinn hitti Hugin þegar skipið fór í slipp í Hafnarfirði á dögunum. „Ég hjálpa til hvar sem er, þar sem vantar hjálp, alls staðar,“ segir Huginn sem gengur í nánast öll störf um borð og fær að standa vaktir. Huginn kann vel við sig á sjó og segir áhöfnina skemmtilega enda þekki hann þá flesta vel. „Hún er mjög skemmtileg, það eru bara rugludallar um borð eiginlega,“ segir hann hlæjandi. „Alltaf mikið fjör.“

 

Deila: