Anita komin á þurrt

116
Deila:

Eikarbáturinn Anita sem sökk í Grindavíkurhöfn á mánudag, er nú kominn á þurrt á Viðlagasjóðsbryggjunni í Grindavík. Báturinn var dreginn þangað eftir að hann náðist á flot. Tvo mjög öfluga krana þurfti til að hífa bátinn upp á bryggjuna, enda er hann um 80 tonn.
Báturinn er nokkuð skemmdur og aðalvél og rafmagn ónýtt. Líkleg skýring á óhappinu er að báturinn hafi kalfattað eða slegið úr sér. Þá er um að ræða tjöruborinn hamp sem troðið er á milli borða í bátnum. Nái hampurinn að þorna, getur hann losnað frá og á þá sjór greiðan aðgang að bátnum. Enda sökk hann mjög hratt þrátt fyrir að verið væri með tvær dælur til að koma í veg fyrir að hann sykki á mánudaginn.
Framtíð bátsins er nú óljós en eigandi hans hafði áður hugmyndir um að varðveita hann og bæta.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: