Styðja frumvarp Lilju Rafneyjar

208
Deila:

„Smábátafélag Reykjavíkur lýsir eindregnum stuðningi við frumvarp það sem Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur lagt fram á Alþingi um strandveiðar (Þingskjal 356 / 252. mál). Með samþykkt þessa frumvarps myndi rekstrarumhverfi í strandveiðum taka stórt skref fram á við, sérstaklega með lögfestingu 48 sóknardaga.“ Svo segir í samþykkt félagsins. Þar segir ennfremur:

„Strandveiðarnar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt. Þær eru umhverfisvænstu veiðar sem stundaðar eru við Ísland, nota minnsta orku til veiða miðað við kg af veiddum botnfiski og valda nánast engu raski af neinu tagi í hafrýminu. 

Þá styður Smábátafélag Reykjavíkur heilshugar að hinn svokallaði 5,3% pottur verði stækkaður til muna.“

Deila: