Aquafacts, ný upplýsingaveita um fiskeldi

Deila:

Aquafacts er ný upplýsingaveita um fiskeldi. Þar er að finna upplýsingar um fiskeldi í Noregi, Færeyjum, Íslandi og Skotlandi. Hægt er að sjá eldisfyrirtækin í þessum löndum, eldissvæði, lúsafjölda, lífmassa, brunnbáta og fjárhagslega stöðu fyrirtækjanna. Upplýsingarnar uppfærast sjálfkrafa.

Það er Fishfacts B.V., sem er í eigu færeysku feðganna Óla og Hanusar Samró, sem á og rekur Aquafacts.com.

Óli og Hanus Samró

Hanus Samró segir að undanfarin ár hafi þeir feðgar fengið margar fyrirspurnir um það hvort þeir gætu sett upp upplýsingaveitu um fiskeldi, enda séu margir viðskiptavinir Fishfacts í fiskeldi.

Þeir hafi safnað upplýsingum um sjávarútveginn á einum stað í Fishfacts en upplýsingar um fiskeldið hafi verið dreifðar og erfitt að nálgast þær. Það hafi því verið eðlilegt framhald, þegar leitað hafi verið eftir þjónustunni,  að verða við því og koma upplýsingunum á einn aðgengilegan stað.

Hægt er að sækja Aquafacts sem app á Google Play og App Store.

Deila: