Færeyingar fá meira fyrir fiskinn

Deila:

Útflutningur á á sjávarafurðum frá Færeyjum á síðasta ár jókst bæði í magni og verðmæti. Vöxturinn í verðmætum var 28,5 milljarðar íslenskra króna. Vöxturinn í magninu var 3%. Það vöxtur í flestum afurðaflokkum, mestur í laxinum, 23 milljarðar. Verðmæti útfluttra afurða úr ufsa dróst lítillega saman. Bandaríkin eru mikilvægasti markaðurinn og þar ræður laxinn ríkjum.

Alls fóru utan 523.732 tonn af fiski og fiskafurðum og það aukning um 14.600 tonn. Verðmætið var 177 milljarðar íslenskra króna, sem er 19,3% vöxtur.

Af laxi fóru utan 83.108 tonn, sem er aukning um 23.741 tonn eða 40%. Verðmætið var 86 milljarðar króna, sem er hækkun um 35,6%.

Útflutningur á þorski nam 20.216 tonnum, sem er samdráttur um 3,2%. Verðmætið var 16,8 milljarðar, sem er hækkun um 4,7%.  Alls fóru 9.556 tonn af ufsa utan og er það samdráttur um 12,1%. Verðmætið var 4,7 milljarðar og féll um 3,5%. Útflutningur á ufsa hefur aldrei áður skilað svona litlu. Útflutningur á ýsu nam 7.336 tonnum, sem er aukning um 716 tonn eða 10,8%. Verðmætið var 3,4 milljarðar sem er hækkun um 11,4%.

Útflutningur á makríl nam 102.216 tonnum, sem er vöxtur um 8.848 tonn eða 9,5%. Verðmætið var 13,4  milljarðar, sem er aukning um 3,7%. Af síld fóru utan 93.519 tonn, sem er samdráttur um 10.789 tonn, eða 10,3%. Verðmætið var engu að síður 13,4 milljarðar sem er vöxtur um 14,2%

42.422 tonn af kolmunna fóru utan. Það er samdráttur um 3.605 tonn eða7,8%. Verðmætið var 2,6 milljarðar sem er samdráttur um 1,4%.

Deila: