Meiri tekjur en minni hagnaður

Deila:

 

  • Rekstrartekjur samstæðunnar á þriðja árfjórðungi voru 62,0 m€ og 158,8 m€ á fyrstu níu mánuðum ársins(3F 2016: 57,2 m€, fyrstu níu mánuðum 2016: 152,5 m€)
  • EBITDA nam 18,4 m€ á þriðja ársfjórðungi og 32,3 m€ á fyrstu níu mánuðum ársins (3F 2016: 19,2 m€, fyrstu níu mánuðum ársins 2016: 40,1 m€)
  • Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var 11,6 m€ og á fyrstu níu mánuðum ársins 17,3 m€ (3F 2016: 12,7 m€, fyrstu níu mánuði 2016: 25,2 m€)
  • Handbært fé frá rekstri nam 13,2 m€ á fyrstu níu mánuðum ársins (fyrstu níu mánuði 2016: 14,5 m€)

 

Rekstur fyrstu níu mánaða ársins 2017

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 námu 158,8 m€, samanborið við 152,5 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 32,3 m€ eða 20,3% af rekstrartekjum, en var 40,1 m€ eða 26,3% árið áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 3,7 m€, en voru neikvæð um 1,9 m€ á sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélags voru jákvæð um 3,1 m€, en voru jákvæð um 3,0 m€ árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 21,8 m€ og hagnaður tímabilsins var 17,3 m€.

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 500,8 m€ í lok september 2017. Þar af voru fastafjármunir 405,0 m€ og veltufjármunir 95,8 m€.  Eigið fé nam 249,5 m€, eiginfjárhlutfall í lok september var 49,8%, en var 55,6% í lok árs 2016. Heildarskuldir félagsins voru í septemberlok 251,3 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 13,2 m€ á tímabilinu, en nam 14,5 m€ á sama tíma fyrra árs.  Fjárfestingarhreyfingar námu 41,6 m€.  Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 31,7 m€.  Handbært fé hækkaði því um 3,3 m€ á tímabilinu og var í lok september 10,6 m€.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrstu níu mánaða árins 2017 (1 evra = 119,22 kr) verða tekjur 18,9 milljarðar króna, EBITDA 3,9 milljarður og hagnaður 2,1 milljarðar.  Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. september 2017 (1 evra = 124,20 kr) verða eignir samtals 62,2 milljarðar króna, skuldir 31,2 milljarðar og eigið fé 31,0 milljarðar.

Skipastóll og afli

Í skipastól félagsins voru í septemberlok níu skip.  Félagið hefur selt frystitogarann Þerney RE-1 og verður skipið afhent 30. nóvember.  Verið er að koma fyrir vinnslubúnaði í ísfiskstogarann Akurey AK-10 og gert er ráð fyrir að Viðey RE-50 komi til landsins fyrir jól.

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 var afli skipa félagsins 34 þúsund tonn af botnfiski og 88 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Árshlutareikningur 30.09.2017.pdf

Afkoma HB Granda hf 3Q2017.pdf

 

 

Deila: