Vel heppnuð lausn til að takmarka kolmunnaafla

Deila:

Kolmunni er sú uppsjávarfisktegund sem mest er veitt af í Norðaustur-Atlantshafi. Fjölmörg öflug uppsjávarveiðiskip margra þjóða stunda veiðarnar. Þau eru með mjög stór troll, allt að 2.000 metrar í þvermál og yfir 100 metra opnum. Þessi risastóru troll og mikill þéttleiki kolmunnatorfanna getur leitt til þess að holin geta verið mörg hundruð tonn. Það getur svo orðið til Þess að pokinn springi.

Vísindamenn norsku hafrannsóknastofnunarinnar og fiskistofu Noregs hafa eftir nokkrar rannsóknir hannað aðferð til að takmarka magnið af fiski í trollin svo pokinn springi ekki.

Kerfið sem takmarkar aflann, byggist á þremur þáttum, sleppibúnaði, fiskilás og þrengingu. Mismunandi útfærslur og reyndar til að finna besta kostinn í tveimur veiðiferðum, sem farnar voru í mars og apríl á þessu ári. Myndavélar og nemar voru festar við trollið til að sýna hvernig til tækist. Fjölmargir dýptarmælar frá Star-Odda voru festir við sleppibúnað kerfisins og á mörgum stöðum í pokanum til að mæla dýpið. Nemarnir voru stilltir til að mæla dýpið á hverri sekúndu og tíminn samstilltur öðrum nemum og myndavélum.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það var greinilegt samhengi milli þrengingartógsins og magnsins, sem kom inn í trollið. Því er hægt að stýra magninu sem kemur inn í trollið á auðveldan hátt með einföldum breytingum á pokanum. Þetta nýja kerfi sýnir að með því er hægt að takmarka innkomuna í takt við ákvörðun skipstjórans. Það leiðir svo til meiri sjálfbærni og ábyrgari fiskveiða. Frekari rannsókna er þörf til þróa kerfið enn frekar og nýta fyrir aðrar fiskstærðir.

Grein um þessar niðurstöður voru gefnar út í tímaritinu Frontiers in Marine Science og má nálgast hana  here

 

Deila: