Gengur hratt á ýsukvótann

Deila:

Enn gengur á ýsukvótann, þrátt fyrir að útgerðirnar sé á stöðugum flótta undan henni. Leyfilegur kvóti er með minnsta móti, eða 36.052 tonn. Aflinn er orðinn 25.577 tonn og því aðeins 10.474 tonn óveidd. Það þýðir að 70% af leyfilegum afla er komið á land, þegar sjö mánuðir eru liðnir af fiskveiðiárinu, eða um 60%. Í fyrra var leyfilegur heildarafli 45.425 tonn, en aflinn varð 47.980 tonn.

15 skip hafa landað meiru en 400 tonnum af ýsu það sem af er fiskveiðiárinu. Þar er Vigri RE efstur á blaði með 733 tonn. Næstu skip eru svo Bergey VE með 645 tonn, Kaldbakur EA með 522 tonn, Drangey SK með 598 tonn, Breki VE með 489 tonn, Björgúlfur EA með 475 tonn, Gullver NS 471 tonn, Sighvatur GK með 440 tonn, Tómas Þorvaldsson GK með 432 tonn, Drangavík VE með 424 tonn, Vestmannaey VE með 422 tonn, Örfirisey RE með 412 tonn, Páll Jónsson GK með 412 tonn, Sólberg ÓF með 407 tonn og Ljósafell SU með 401 tonn.

Deila: