Selja meira af ferskum þorski

Deila:

Útflutningur á þorski frá Noregi hélt áfram að aukast í síðasta mánuði samkvæmt upplýsingum frá útflutningsráði Noregs fyrir sjávarafurðir. Sala á ferskum þorski, heilum og í flökum náði 2.600 tonnum sem er aukning um 5%. Útflutningsverðmætið var ríflega einn milljarður íslenskra króna, sem er vöxtur um 10%. Þetta bendir til að verð á þorski sé að þokast upp á við. Mest af þorskinum fór til Danmerkur og Spánar.
Útflutningur á ferskum þorski,, það sem af er ári nemur 53.000 tonnum að verðmæti tæplega 25 milljarðar íslenskra króna. Það er samdráttur í magni um 5%, en verðmætið jókst engu að síður um 3%.

Kristine Pettersen, sérfræðingur hjá útflutningsráðinu segir útflutningur á ferskum þorski sé að aukast utan vertíðarinnar meðal annars vegna geymslu á lifandi fiski í sjó. Norðmenn taka megnið af þorskafla sínum á vetrarvertíð, frá því janúar og fram í mars.

Þrátt fyrir að verð hafi lækkað lítillega í júlí, var verð á ferskum heilum þorski hefur verðið að meðaltali verið 9% hærra miðað við sama tíma í fyrra.
Útflutningur á ferskum þorski féll um 43% og var 3.900 tonn. Vermætið lækkaði hlutfallslega minna eða um 29% og var tveir milljarðar íslenskra króna. Helstu útflutningslöndin eru Bretland og Kína. Það sem af er ári hefur útflutningsverðmæti frystra þorskafurða aukist um 5% þrátt fyrir samdrátt um 5%.
Í júlí fóru utan 1.500 tonn af saltfiski að verðmæti 850 milljónir íslenskra króna.

Deila: