Flestir frystitogarar með minni afla í fyrra

Deila:

Brimnes RE aflahæsti frystitogarinn á landinu enn reyndar er rétt að hafa í huga að inn í þessari tölu er 5252 tonn af makríl.  Ef honum er sleppt þá er Kleifaberg RE aflahæst samkvæmt frétt á vefsíðunni http://aflafrettir.is/frettir

Reyndar ef árið 2016 er borið saman við árið 2015 þá sést að svo til öll skipin eru með minni afla árið 2016 en árið 2015. Mest er aflaminnkunin hjá Gnúpi GK um 1600 tonn.  Þerney RE er það skip sem jók mest við sig afla því að aflinn jókst á milli ára hjá Þerney RE um 1300 tonn.

6 þúsund tonna minni afli

Heildaraflinn skipanna árið 2015 var 127 þúsund tonn en árið 2016 121 þúsund tonn.  Skipunum fækkaði um eitt því að Barði NK hætti veiðum og fór yfir á ísfisk. Blængur NK mun kom inn í staðin enn hefur ekki veiðar fyrr enn árið 2017.

Sætaröðin er sú sama árið 2015 og 2016.  Brimnes RE, Kleifaberg RE og Vigri RE.
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Deila: