Toni bjargaði málunum
Snemma í gærmorgun tóku starfsmenn Hafnarsamlags Norðurlands og starfmenn Slippsins að færa Blæng NK 125 á milli bryggja og gekk það ágætlega þótt að spáin hafi ekki verið góð. Því að þegar leið á morguninn bætti allhressilega i vindinn og um hádegisbil var kominn vindur vsv 25m/s.
Þá var farið að færa Hoffellið SU 80 en ekki gekk það áfallalaust því að í þeirri átt er erfitt fyrir hafnsögubátana að draga skipin þar sem þeir eru aflvana og ekki í takt við tímann við að aðstoða skemmtiferðaskip og önnur skip sem að heimsækja Akureyri og nærliggjandi hafnir. Að lokum var fenginn Slippbáturinn Toni til þess að bjarga málunum.
Á myndinni stritar Mjölnir við að draga Hoffellið.
Ljósmynd Þorgeir Baldursson.
Fleiri myndir má sjá á heimasíðu hans http://thorgeirbald.123.is/