26 bátar sviptir strandveiðileyfi

Deila:

Fiskistofa svipt 26 báta strandveiðileyfi þar sem útgerðirnar hafa ekki staðið skil á álagningu vegna umframafla í strandveiðum í maí 2018. Sviptingin tók gildi í gærkvöld og bátunum er óheimilt að halda til veiða frá og með deginum í dag.

Til þess að aflétta sviptingunni þurfa útgerðir að greiða álagt gjald skv. greiðsluseðli. Hafi það verið gert í gær á skrifstofutíma var mögulegt sviptingunni yrði aflétt þá.

Sviptum bátum er ekki heimilt að halda til veiða fyrr en skil hafa verið staðin á álagningunni.

 

Deila: