Verðmæti útfluttra sjávarafurða eykst

Deila:

Verðmæti vöruútflutnings í mars 2022 jókst um 36.1 milljarð króna, eða um 57,9%, frá mars 2021, úr 62,4 milljörðum króna í 98,4 milljarða. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 24,3 milljarða króna, eða 91,0% samanborið við mars 2021. Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst u 40% samkvæmt frétt frá Hagstofunnar.

Verðmæti vöruútflutnings frá Íslandi á tólf mánaða tímabili var 835,6 milljarðar króna og jókst um 200,8 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða um 31,6% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 54% alls vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili og var verðmæti þeirra 47,3% meira en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Sjávarafurðir voru 37% alls vöruútflutnings síðustu tólf mánuði en verðmæti þeirra jókst um 14,9% á milli tólf mánaða tímabila. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 8,5 milljarða á milli tólf mánaða tímabila, eða um 26,8%, og mælist 5% af heildarútflutningsverðmæti á tólf mánaða tímabili.

Deila: