770 tonnum landað í Bolungarvík
Alls bárust 770 tonn af bolfiski að landi í Bolungavík í síðasta mánuði. Aflahæst varð togarinn Sirrý ÍS með 378 tonn í fimm veiðiferðum. Ásdís ÍS landaði 71 tonni eftir 13 veiðiferðir á snurvoð.
Annar afli veiddist á króka. Otur II ÍS var aflahæstur línubátanna með 98 tonn, Jónína Brynja ÍS 58 tonn , Fríða Dagmar ÍS 54 tonn, Guðmundur Einarsson ÍS 45 tonn og Siggi Bjartar ÍS 24 tonn.
Níu bátar voru svo með samtals með 42 tonn.