Hátíðahöld á ný

Deila:

Það voru hefðbundin hátíðahöld á sjómannadaginn á Vestfjörðum á nýju eftir tveggja ára hlé vegna covid19 faraldursins. Fjölmennust voru þau án efa á Patreksfirði þar sem var fjögurra daga viðamikil dagskrá með landsfrægum skemmtikröftum svo sem Helga Björns og Páli Óskari.

Þá var fjölbreytt dagskrá í Bolungavík við höfnina, hátíðarkvöldverður í Félagsheimilinu og ball á eftir, sjómannadagsmessa, athöfn í kirkjugarðinum og sjómannadagskaffi í húsnæði björgunarsveitarinnar Ernis. Sjá má fleiri myndir á bb.is

http://www.bb.is/2022/06/bolungavik-hatidahold-a-sjomannadaginn-ad-nyju-eftir-covid19/

Deila: