6% niðurskurður í þorski boðaður

Deila:

Hafrannsóknastofnun leggur til 6% niðurskurð í þorskafla á næsta ári. Hún leggur til að heildarafli á komandi fiskveiði ári verði 208.846 tonn. Á núverandi fiskveiðiári er leyfilegur þorskafli um 222.000 tonn og var það niðurskurður um 13%. Á tveggja fiskveiðiára tímabili hefur því leyfilegur þorskafli verið skorinn niður um tæp 20%

Stofnunin er nú að kynna ráðleggingar í þorski og 27 tegundum samtals. Staðan í ýsu er nokkuð góð og lagt er til að leyfilegur afli á næsta fiskveiðiári verði 50.429 tonn. Það er aukning um 23%. Gert er ráð fyrir að stofnar bæði þorsk og ýsu braggist á næstu árum og að niðurskurðarferli sé lokið.

Deila: