Vinnsla á grálúðu og karfa í fiskiðjuverinu gengur vel

Deila:

Vinnsla á grálúðu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hófst í apríl. Grálúðan er veidd í net fyrir norðan land og er það Anna EA sem leggur stund á veiðarnar. Nýlega var einnig farið að vinna karfa í fiskiðjuverinu og kemur hann frá ísfisktogurum Síldarvinnslunnar.

Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu segir í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar, að þessi vinnsla gangi vel. „Grálúðan er hausskorin hjá okkur, hreinsuð og fryst. Höfum við verið að vinna allt upp í 15 tonn á dag. Karfinn er hins vegar heilfrystur. Bæði lúðan og karfinn fara síðan á Japansmarkað. Það starfa 18 manns við þessa vinnslu eins og er en mjög margir starfsmanna okkar taka sér frí þegar hlé er á vinnslu uppsjávartegunda,“ segir Jón Gunnar.

Deila: