Marel tilkynnir um kaup á eigin hlutum

Deila:

Dagana 11.-17. júní 2022 keypti Marel hf. 796.752 eigin hluti að kaupverði 466.143.176 kr. á Nasdaq Iceland og 60.800 eigin hluti að kaupverði 258.620 evra á Euronext Amsterdam eins og nánar er tilgreint í viðhengi sem og á vefsíðu Marel: marel.com/buyback

Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlanir félagsins á Nasdaq Iceland og Euronext Amsterdam sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 1. júní 2022 í samræmi við heimild aðalfundar Marel hf. þann 16. mars 2022 til kaupa á eigin bréfum.

Marel hf. átti 15.428.776 eigin hluti fyrir viðskiptin sem nemur 2,00% af útgefnum hlutum í félaginu og átti að þeim loknum 16.286.328 eigin hluti eða sem nemur 2,11% af útgefnum hlutum í félaginu.

Marel hf. hefur keypt samtals 2.433.706 eigin hluti samkvæmt áætluninni á Nasdaq Iceland og nemur heildarkaupverð þeirra 1.459.400.300 kr. og 148.172 eigin hluti samkvæmt áætluninni á Euronext Amsterdam og nemur heildarkaupverð þeirra EUR 647.807.

Endurkaup samkvæmt báðum áætlunum munu nema að hámarki samtals 5.000.000 hlutum, þar af 4.000.000 á Nasdaq Iceland og 1.000.000 á Euronext Amsterdam, eða sem nemur samtals 0,65% af útgefnum hlutum í félaginu. Hámarks heildarkaupvirði endurkaupaáætlunar á Nasdaq Iceland nemur allt að 3.047.668.000 kr. og hámarks heildarkaupvirði á Euronext Amsterdam nemur allt að 5.590.000 evrum. Endurkaupaáætlunin á Nasdaq Iceland er í gildi á tímabilinu 1. júní 2022 til og með 1. september 2022. Endurkaupaáætlunin á Euronext Amsterdam er í gildi á tímabilinu 2. júní 2022 til og með 2. september 2022.

Deila: