Svigrúm í stofnmati ber að nýta til hækkunar

Deila:

Landssamband smábátaeigenda  fundaði í vikunni með sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar um tillögur stofnunarinnar um hámarksafla á næsta fiskveiðiári.  „Eins og gefur að skilja fór mestur hluti fundartímans í að ræða ráðgjöf stofnunarinnar um áframhaldandi niðurskurð í þorski og hvernig í ósköpunum væri hægt að komast að þeirri niðurstöðu.  Ekki síst þar sem vorrall stofnunarinnar staðfestir skoðun sjómanna um að þorskur sé um allan sjó sbr. eftirfarandi úr skýrslunni „Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum 2022“:“

Á fundinum voru fölmargir þættir teknir til umræðu sem vöktu m.a. annars upp eftirfarandi hjá LS:

•             „Viðmiðunarstofninn (4+) sem ráðgjöf næsta árs byggir á er reiknuð út frá fjölda fiska í hverjum aldurshópi í upphafi stofnmatsárs og þyngdum eftir aldri í afla. Þyngdir í afla á stofnmatsári eru hins vegar ekki þekktar“ (úr Stofnmatsskýrslu Hafró 2022) og því byggðar á spá.

Við samanburð á spá stofnunarinnar 2021 á þyngdum í afla og því sem raungerðist er nokkur mismunur.  Þyngdir allra árganga veiðistofnsins voru metnar undir meðallagi en þegar mælt var voru 4 og 6 ára fiskur yfir meðalþyngd aðrir árgangar þyngri en áætlað var.

Ætla má að þetta hafi leitt til lægri veiðistofns í fyrra en útgefið var.  Hafi svo verið hlýtur að myndast inneign sem hægt væri að nýta á næsta fiskveiðiári.

•             „Samanburður milli stofnmatskeyrslna þar sem vísitölum er sleppt sýnir að stofnmat byggt á SMH eingöngu gefur um 100 þúsund tonna minni viðmiðunarstofn árið 2022 en SMB um 50 þúsund tonna stærri stofn en stofnmatið þar sem bæði röllin eru notuð.“ (úr Stofnmatsskýrslu Hafró 2022)

Þar sem tölur úr haustralli 2020 og 2021 eru mjög langt frá metnu gildi er full ástæða til að líta framhjá þeim og láta eingöngu vorrall (SMB) gilda.  Hversu mikið veiðistofn myndi hækka er óvíst en það munar um hver þúsund tonnin.

•             Strandveiðar – rall fyrir Hafrannsóknastofnun

Samkvæmt tölum sem LS hefur unnið upp úr gögnum Fiskistofu er

hver róður á strandveiðum í ár að gefa 649 Kg af þorski á móti 612 Kg á síðasta ári.

Aukningin er 6%.  Þarna er um beinharðar tölur að ræða sem styðja sjónarmið sjómanna.

Deila: