Lax með aspas og sítrónusmjörsósu
Lax er hollur og góður matur, sem er í hávegum hafður um allan heim. Þökk sé öflugu fiskeldi er alltaf hægt að ná i ferskan lax. Og þá er bara að pæla í því hvernig best sé að matreiðann hann. Að þessu sinni leggjum við til að bera hann fram steiktan með aspas og sítrónusmjörsósu og sonum kartöflum..
Innihald:
4 bitar úr laxaflaki, roð-og beinlausir um 180g hver
Salt og nýmalaður svartur pipar
2 tsk. ólífuolía
4 hvítlauksgeirar, marðir
¼ bolli kjúklingasoð
2 msk. sítrónusafi
3 msk. smjör og ein að auki í litlum bitum
1 msk. hunang
2 msk. fersk steinselja
1 dós grænn heitt aspas um 425g
Sítrónusneiðar til skrauts
Aðferð:
Bræðið 1 msk. af smjöri í litlum potti á miðlungshita. Bæti hvítlauknum út í og látið hann brúnast. Hellið þá kjúklingasoðinu út í. Látið sósuna sjóða niður í um helming og hrærið þá smjörinu í litlum bitum út í og loks hunanginu. Og leggið til hliðar.
Ef fiturönd er á laxinum er gott að skafa hana af og þurrka svo bitana með eldhúspappír og krydda síðan með salti og pipar. Hitið matarolíu rétt upp fyrir miðlungshita á pönnu. Þegar olían er orðin snarpheit, fer laxinn á hana. Steikið hann í 4-6 mínútur eða þar til hann er orðinn gullinn á fyrri hliðinni. Snúið þá bitunum og steikið áfram í um 3 mínútur.
Meðan laxinn er að steikjast er gott að mýkja aspasinn upp í smjöri á hæfilega stórri pönnu.
Færið laxinn upp á fjóra diska og jafnið aspasnum á þá. Hellið síðan sósunni yfir laxabitana og skreytið með steinselju og sítrónusneiðum. Berið fram með soðnum kartöflum.