82 hafa ekki uppfyllt veiðiskyldu
Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um skip sem enn hafa ekki uppfyllt veiðiskyldu, þ.e. að veitt 50% af úthlutuðu aflamarki og aflamarki sem flutt var af fyrra ári. Þeir aðilar sem eiga skip sem ekki hafa uppfyllt veiðiskyldu hafa fengið tilkynningu þess efnis sent inn á pósthólf á island.is. Alls fengu 82 aðilar tilkynningu um að ekki væri búið að uppfylla veiðiskylduna.
Upplýsingar um veiðiskyldu skipa eru fundnar með því að fletta upp skipi á vefsíðu Fiskistofu. Undir flipanum „Aflamark“ má finna flipann „Veiðiskylda“.