Maður vikunnar farinn í frí

Deila:

Maður vikunnar að þessu sinni er farinn í frí. Hann er samnefnari fyrir þá sjómenn sem hafa fært okkur björg í bú, en þarf að taka sér langt sumafrí vegna samdráttar í aflaheimildum. Það sama á við um fiskverkafólk í landi. Það er mat Hafró að fara verði varlega í nýtingu þorskstofnins og hefur lagt til verulegan niðurskurð á þorskveiðiheimildum síðustu þrjú ár. Það tekur í fyrir fólkið sem ber sjávarútveginn uppi. Maður vikunnar kemur aftir á síður Auðlindarinnar undir lok kvótaársins.

Nafn:

Simbi sjómaður.

Hvaðan ertu?

Héðan og þaðan.

Fjölskylduhagir?

Kvæntur Rán og á með henni dæturnar Öldu, Bylgju og Unni.

Hvar starfar þú núna?

Hvergi, sendur í frí vegna kvótaskerðingar.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fljótlega eftir að ég gat staðið í lappirnar.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þegar vel fiskast er gott að geta borið björg að landi.

En það erfiðasta?

Þegar sjárútvegurinn er auri ausinn af fólki sem þykist vita allt, en veit í rauninni ekki neitt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að hitta fólk sem heldur að ýsan og þorskurinn séu hjón og afkvæmin séu ýmist ýsa eða þorskur eftir kyni.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Allir þeir frábæru sjómenn sem dregið hafa björg í bú og staðið undir velmegun þjóðarinnar. Hetjur hafsins.

Hver eru áhugamál þín?

Fiskveiðar og fótbolti. Man. Utd.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Íslenskur fiskur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Á fiskmarkað á Bali.

 

Deila: