Góð afkoma hjá Varðin Pelagic

Deila:

Vinnslum á uppsjávarfiski í Færeyjum hefur gengið mjög vel á síðasta ári, en afkomutölur þeirra fyrir 2021 eru að birtast nú.  Varðin Pelagic á Tvöroyri jók sölu afurða um 4,5 milljarða íslenskra króna miðað við árið áður. Afkoman batnaði um 1,5 milljarð króna eftir skatt.

Varðin Pelagic framleiðir afurðir úr makríl, síld, kolmunna og loðnu fyrir markaði í Evrópu, Asíu og Afríku. Á síðasta ári markaðist reksturinn af mikilli framleiðsluaukningu og sölu, en framleiðslan nam 114.500 tonnum.

Sala fyrirtækisins í fyrra skilaði 16 milljörðum íslenskra króna, sem er vöxtur frá fyrra ári um 4,5 milljarða eða 39.6%. Launakostnaður á síðasta ári var 1,2 milljarðar íslenskra króna, sem er 180 milljónum meira en árið áður. Starfsmenn voru 170 en 125 árið 2020. Varðin Pelagic er stærsta atvinnufyrirtæki á Suðurey. Þess má geta að Skaginn setti verksmiðjuna upp á sínum tíma.

Deila: