Telja að skoða þurfi ábyrgð ráðherra

Deila:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja einsýnt, að fenginni niðurstöðu umboðsmanns Alþingis, að ábyrgð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra verði tekin til skoðunar á viðeigandi vettvangi og að ríkið liðki fyrir því að tjón allra þeirra sem ráðherra beitti órétti verði bætt. Þetta kemur fram í grein á vef samtakanna.

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum við Ísland 20. júní sl. hafi farið í bága við lög og matvælaráðherra hafi ekki gætt að meðalhófi við ákvörðun sína, sem henni ber að gera samkvæmt skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Sjá nánar hér.

Í greininni segir að niðurstaðan sé í fullu samræmi við málflutning SFS og lögfræðiálit sem LEX gerði fyrir samtökin.

Deila: