Nýja Akrabergið reynist vel

Deila:

„Við höfum verið rúman mánuð á sjó og það gleður mig að segja að skipið hefur reynst einstaklega vel. Nokkrir hnökrar komu í ljós fyrstu dagana en það voru bara verkefni sem voru leyst. Togarinn er gott sjóskip og þegar við hífum trollið, kemur nánast enginn sjór inn á dekkið,“ segir Thorfinn Johannesen, stýrimaður á færeyska frystitogaranum Akrabergi.

„Næstum allt er stærra og betra en um borð á gamla Akraberginu. Hann er kröftugt og gott sjóskip og að auki náum við að hagræða í vinnslunni og fryst mun meira á sólarhring en á gamla skipinu. Hann tekur meira í lest og fiskurinn er allur á brettum,“ segir hann.

Hann segir ennfremur að aðstaða áhafnarinnar sé mjög góð og hafi allir skipverjar sérklefa með sturtu og salerni og það líki þeim vel.

„Nýju vélarnar sé miklu hagkvæmari þær gömlu. Vélin í nýja Akraberginu brennir nánast það sama og vélin í Vesturvón, þrátt fyrir að vera bæði stærri og öflugri. Auk þess veiðum við nú með tveimur trollum, sem er mun stærri en trollið sem Vesturvón notar.

Þetta er fyrsta nýsmíðin sem ég stýri og það er í sjálfu sér mikil upplifun. Það var líka mikil upplifun að fara sem stýrimaður á Vesturvón á níunda áratugnum. Það er mikill munur á skipunum þó sömu mið séu stunduð að mestu,“ segur Thorfinn Johannesen, sem hefur fiskað í Barentshafinu í 36 ár.
Þess má geta að Akraberg er í eigu Framherja, en Samherji á þar um fjórðungs hlut.

 

Deila: