Flutningur aflamarks fyrstu tvær vikurnar á nýju fiskveiðiári

Deila:

Fiskistofa vekur athygli á að fyrsta hálfa mánuð nýs fiskveiðiárs verður hægt að færa aflamark milli skipa bæði vegna fiskveiðiársins 2021/2022 og 2022/2023.

Millifærslur sem gerðar eru í rafræna millifærslukerfinu fram til 16. september munu eingöngu gilda fyrir aflamark sem úthlutað var fiskveiðiárið 2021/2022.

Aðilar sem ætla að færa aflamark innan fiskveiðiársins 2022/2023 skulu senda inn beiðni til Fiskistofu á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér.  Tekið verður gjald fyrir aflamarksfærslur í samræmi við gjaldskrá stofnunarinnar.

Frá og með 16. september verður hægt að millifæra aflamark í gegnum rafræna kerfið fyrir fiskveiðiárið 2022/2023.

 

Deila: