Opinn fundur um stjórn fiskveiða

Deila:

Fundur um stjórn fiskveiða verður haldinn á Kaffi Catalínu, að Hamraborg 11, í Kópavogi föstudaginn 6. október 2023, kl. 17. Frá þessu greinir Kjartan Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands á Facebook-síðunni Strandveiði og ufsa veiði spjallið. Fundurinn er öllum opinn.

Frummælendur á fundinum verða:

1. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri Háskólasetri Vestfjarða.
2. Magnús Jónsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri.
3. Rut Sigurðardóttir, trillukarl og kvikmyndagerðarkona.
4. Atli Hermannsson, hafnarstjóri.
5. Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og fyrrverandi Alþingismaður.
Fundarstjóri verður ritstjóri Mannlífs, skipstjórinn Reynir Traustason.
Deila: