Aflaverðmæti í júlí 14,6 milljarðar

Deila:

Aflaverðmæti landaðs afla í júlí var 14,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í gögnum hagstofunnar. Mestu skilaði makríllinn en hann var veiddur fyrir 5,5 milljarða í mánuðinum. Næstur á lista er þorskurinn, sem skilaði 3,7 milljörðum í tekjur.

Ýsa er í þriðja sæti á listanum með rúmlega 1,2 milljarða aflaverðmæti í júlímánuði. Loks er grálúða með 1,4 milljarða.

Deila: